Fara í efni

Áramót í Suðurnesjabæ

Áramót í Suðurnesjabæ

Í ár verður flugeldasýning haldin í Sandgerði á Gamlárskvöld í umsjón Björgunarsveitarinnar Sigurvonar en í fyrra voru hátíðarhöldin í Garði. 

Líkt og árið 2023 verður ekki haldin brenna í Sandgerði. Brennusvæðin sem notuð hafa verið undanfarin ár í Sandgerði uppfylla ekki kröfur þar sem annað svæðið er mjög nærri mannvirkjum og matvælaframleiðslu ásamt því að vera geymslusvæði fyrir efni í sjóvarnir, á hinu svæðinu er mikil nálægð við nýja íbúðarbyggð.

Í stað þess að vera með áramótabrennu verður boðið upp á að mynda kyndlaröð við Sjávargötu á móti flugeldasýningunni. Kyndlar verða í boði Suðurnesjabæjar og verða afhentir á Sjávargötu. Veðuraðstæður verða vonandi hagstæðar fyrir þennan skemmtilega viðburð og eru íbúar hvattir til að taka þátt kl.20.00 og tendra saman á kyndlum á meðan að flugeldasýning fer fram. Kyndlar verða afhentir 18 ára og eldri við Sjávargötuna í Sandgerði frá kl. 19:45 á gamlárskvöld.

Við hlökkum til að sjá ykkur á gamlárskvöld og óskum ykkur gleðilegra áramóta og farsældar á nýju ári.